Samfélagsmiðlar á hvolf vegna gríns

Pete Hegseth.
Pete Hegseth. Wikipedia/Gage Skidmore

Þáttastjórnandi á Fox News, Pete Hegseth, tókst heldur betur að snúa samfélagsmiðlum á hvolf með ummælum sínum um að hann hefði ekki þvegið sér um hendurnar í tíu ár þar sem sýklar væru ekki raunverulegir.

Ummælin lét Hegseth falla í þættinum Fox and Friends og sagði að þar sem sýklar væru ósýnilegir væru þeir ekki til. „Ég bóluset mig sjálfan,“ sagði hann en Hegseth er með háskólagráður frá Harvard og Princeton. 

Stuttu áður höfðu félagar hans í þættinum, Ed Henry og Jedediah Bila, gert grín að honum fyrir að borða pizza-afganga. Vart þarf að lýsa viðbrögðunum á samfélagsmiðlum og í viðtali við USA Today þurfti Hegseth að útskýra að þetta hafi átt að vera brandari. „Við búum í samfélagi þar sem fólk gengur um með brúsa af Purell (handsótthreinsiefni) í vasanum og sótthreinsar sig 19 þúsund sinnum á dag líkt og það bjargi lífi þess,“ segir hann. 

„Ég hugsa vel um mig og allt það en ég er ekki heltekinn af því alltaf,“ bætti hann við. Hegseth segir að það sé gjörsamlega fáránlegt hvernig fólk taki allt bókstaflega og æsi sig út af engu.

Frétt BBC

 



 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert