Vonsvikin með afstöðu Íslands

Nicolas Maduro forseti Venesúela (t.h.) á heræfingu í ríkinu á ...
Nicolas Maduro forseti Venesúela (t.h.) á heræfingu í ríkinu á sunnudaginn. Samtök hernaðarandstæðinga vara við hernaðaríhlutun í Venesúela. AFP

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fordæmir þá ákvörðun ríkja í Norður-Ameríku og Evrópu að viðurkenna ekki umboð ríkisstjórnar Venesúela. Hún lýsir yfir sérstökum vonbrigðum með afstöðu íslenskra stjórnvalda og varar við hernaðaríhlutun í landinu. Þetta kemur fram í ályktun á vef Samtaka hernaðarandstæðinga.

„Íhlutunarstefnan byggir eingöngu á nýlenduhugsunarhætti og hugmyndinni um rétt hins sterka til að skipta sér af veikari ríkjum. Sú stefna birtist til að mynda í grimmilegum viðskiptaþvingunum, líkt og lagðar hafa verið á Venesúela. Fyrir smáþjóð eins og Íslendinga er lykilatriði að hnefarétturinn verði ekki ríkjandi viðmið í alþjóðastjórnmálum,“ segir í ályktun miðnefndar samtakanna.

Einnig segir miðnefndin það „mjög varasamt að utanríkisstefna landsins sé mótuð með gaspri á samfélagsmiðlum eins og Twitter“ og vísar þar væntanlega til Twitter-færslu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðhera, sem hann setti inn skömmu eftir að hann lýsti afstöðu íslenskra stjórnvalda í samtali við mbl.is.

mbl.is
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...