Manafort laug að FBI og kviðdómi

Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, kann nú að eiga þyngri ...
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, kann nú að eiga þyngri dóm yfir höfði sér. AFP

Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump Bandaríkjaforseta, braut gegn samningi sínum við Robert Mueller, sérstakan saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar FBI, með því að ljúga að saksóknurum. Bandaríski dómarinn Amy Berman Jackson úrskurðaði í gær að Manafort hafi komið með „fjölda falskra fullyrðinga“ í samtölum sínum við FBI, starfsmenn Muellers og fyrir kviðdómi. BBC greinir frá.

Mueller fer með rannsókn FBI á meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016 og tengslum þeirra við framboð Trumps.

Manafort var sakfelldur fyrir fjármálasvik í ágúst á síðasta ári í tengslum við starf hans sem stjórnmálaráðgjafi í Úkraínu. Í kjölfarið gerði hann samning við Mueller um að bera vitni í tengslum við Rússarannsóknina og hljóta fyrir vikið vægari dóm fyrir brot sín.

Berman sagði í úrskurði sínum í gær að það væru sannanir fyrir því að Manafort hefði logið, m.a. um tengsl sína við Konstantin Kilimnik, rússneskan stjórnmálaráðgjafa. Fullyrða saksóknarar að Kilimnik hafi tengsl við rússnesku leyniþjónustuna.

Dómarinn hreinsaði Manafort hins vegar af grun um að hafa logið varðandi tvö önnur atvik.

BBC segir úrskurðinn þýða að Manafort, sem hefur setið í varðhaldi í Virginíu frá því í júní, kunni nú að eiga þyngri dóm yfir höfði sér og mögulega verði kærur lagðar fram gegn honum að nýju.

Mueller greindi á síðasta ári frá því að Manafort hefði logið „varðandi fjölda mála“ eftir að hann undirritaði samkomulagið.

mbl.is
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
Línuskautar
Til sölu velmeðfarnir línuskautar. Tegund: HYPNO - PATHMAKER - THUNDER Stærð: ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...