Vilja bandaríska herinn á brott frá Jemen

Þinghúsið í Washington. Fulltrúadeild þingsins samþykkti í gær með miklum ...
Þinghúsið í Washington. Fulltrúadeild þingsins samþykkti í gær með miklum meirihluta að bandaríski herinn skuli á brott frá Jemen. AFP

Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta að Bandaríkin eigi að binda endi á þátttöku sína í stríðsaðgerðum sádi-arabískra stjórnvalda í nágrannaríkinu Jemen. Segir AFP-fréttaveitan þingið með þessu snupra Donald Trump Bandaríkjaforseta og samband hans við sádi-arabíska ráðamenn.

248 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en 177 kusu gegn því og lögðust 18 þingmenn Repúblikanaflokksins þar með á sveif með demókrötum. Samkvæmt frumvarpinu hefur Trump 30 daga til þess að draga bandarískar hersveitir á brott frá átökum, eða svæðum sem geta haft áhrif á Jemen.

AFP segir samþykktina setja þrýsting á öldungadeild þingsins að bregðast við, en öldungadeildin samþykkti í fyrra sambærilegar aðgerðir er hún fordæmdi að bandarísk stjórnvöld haldi uppi vörnum fyrir sádi-arabíska ráðamenn. Málið sofnaði hins vegar í þinginu þar sem fulltrúadeildin, sem repúblikanar höfðu þá meirihluta í, tók málið ekki fyrir.

Það var Ro Khanna, þingmaður demókrata í fulltrúadeildinni, sem lagði frumvarpið fram og segir hann niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar færa Bandaríkin skrefinu nær því að binda endi á þátttöku sína í stríðshörmungunum í Jemen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Vetur í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í mars/april í nokkra daga. Hlý og kósí hús með heitum pot...
Toyota Yaris sjálfskiptur 2005, skoðaður
Til sölu (for sale) ný skoðaður Toyota Yaris sjálfskiptur, árg. 2005, ekinn 150....
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...