Einn látinn eftir skotárás

Maður hóf skothríð í borginni Aurora, vestan við Chicago.
Maður hóf skothríð í borginni Aurora, vestan við Chicago. Kort/Google

Fjórir lögregluþjónar og nokkrir óbreyttir borgarar eru særðir eftir að karlmaður hóf skothríð í borginni Aurora í Illonois-ríki í Bandaríkjunum um miðjan dag að staðartíma. Borgin er um 65 kílómetra vestan við Chicago.

Samkvæmt AFP-fréttaveitunni hleypti maðurinn af skotum í iðnaðarhverfi í borginni og erfiðarlega gekk að handsama hann.

Staðarblaðið Daily Herald segist hafa óstaðfestar heimildir fyrir því að í að minnsta einn óbreyttur borgari hafi fallið.

Lögregla beindi þeim tilmælum til fólks að forðast svæðið þar sem maðurinn var og var skólum í nágrenninu lokað. 

Borgaryfirvöld greindu frá því á Twitter að byssumaðurinn hefði verið tekinn til fanga. 

Uppfært klukkan 23:20: AFP-fréttaveitan og CNN greina frá því að einn hafi látist í skotárásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert