Kínverjar loka grunnbúðum Everest

Sífellt fleiri ferðamenn heimsækja Everest.
Sífellt fleiri ferðamenn heimsækja Everest. AFP

Kínverjar hafa lokað grunnbúðum Everest sín megin við fjallið fyrir gestum sem hafa ekki leyfi til að klifra.

Yfirvöld í landinu gripu til þessa ráðs vegna þess mikla magns af rusli sem skilið hefur verið eftir á svæðinu, að því er BBC greindi frá. 

Samkvæmt banninu verða ferðamenn að halda sig fyrir neðan grunnbúðirnar sem eru í 5.200 metra hæð.

Fleira fólk heimsækir Everest frá suðurhlið fjallsins í Nepal. Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri farið að fjallinu og að kínversku grunnbúðunum, sem eru staðsettar í Tíbet.

Þessi leið er vinsæl vegna þess að hún er aðgengileg á bíl en hina leiðina, Tíbet-megin, þarf að fara fótgangandi og tekur ferðalagið hátt í tvær vikur.

Vegna aukins fjölda ferðamanna í grunnbúðir Everest hefur ruslið sömuleiðis aukist mikið og hafa stjórnvöld átt í miklum vanda með að leysa málið.

Fjallgöngusamtök Kína segja að um 40 þúsund manns hafi heimsótt grunnbúðir Everest sín megin árið 2015 en tölur frá síðustu árum eru ekki fyrir hendi.

Allt heimsóttu 45 þúsund grunnbúðirnar í Nepal á árunum 2016 til 2017, sem var nýtt met þar á bæ.

mbl.is
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...