Fái ekki að snúa aftur eftir Sýrlandsdvölina

Shamima Begum, til hægri, ásamt þeim Kadiza Sultana (t.v.) og ...
Shamima Begum, til hægri, ásamt þeim Kadiza Sultana (t.v.) og Amira Abase sem flúðu með henni frá Bethnal Green til Sýrlands. EPA

Hægt er að koma í veg fyrir að bresk kona, sem flúði er hún var táningur ásamt skólasystrum sínum til Sýrlands til að ganga til liðs við vígasamtökin Ríki íslams, fái að snúa aftur til Bretlands. Þetta fullyrðir Sajid Javid innanríkisráðherra Bretlands.

Konan, Shamima Beg­um sem er 19 ára í dag og býr í flótta­manna­búðum í Sýr­landi, sagði í samtali við Times í gær að hún sæi eftir að hafa flúið af heim­ili for­eldra sinna í London fyr­ir fjór­um árum. 

„Mín skilaboð eru skýr,“ sagði Javid í samtali við Times. „Ef þú hefur stutt hryðjuverkasamtök erlendis mun ég ekki hika við að koma í veg fyrir að þú fáir að snúa aftur.“

Begum, sem er ólétt af sínu þriðja barni, sagðist í viðtalinu ekki sjá eftir neinu, en kvaðst vilja fá að koma aftur til Bretlands og ala barn sitt þar.

„Við verðum að muna að þeir sem fóru frá Bretlandi til að ganga til liðs við Ríki íslams voru fullir haturs í garð lands okkar,“ sagði Javid.

Kann að vera ákærð snúi hún aftur

„Takist þér að koma aftur þá skaltu búa þig undir að sæta yfirheyrslum, rannsókn og að verða mögulega ákærð,“ bætti Javid við.

Þá sagði hann yfirvöld hafa ýmsa möguleika til að hindra fólk sem landinu stafi „veruleg ógn af“ í að koma aftur til Bretlands. Þetta mætti m.a. gera með því að svipta það ríkisborgararétti eða útiloka það frá landinu.

BBC hefur eftir Carlile lávarði, sem áður var óháður eftirlitsmaður varðandi hryðjuverkalöggjöf, að bresk yfirvöld verði að hleypa Begum aftur inn í landið sé hún ekki orðin ríkisborgari annars staðar. Alþjóðalöggjöf banni ríkjum að gera einstakling ríkisfangslausan.

Begum var barn að aldri þegar hún gekk til liðs við Ríki íslams og hefði hún ekki náð 18 ára aldri bæri breskum stjórnvöldum skylda til að hafa í huga hvað kæmi henni og ófæddu barni hennar best þegar ákvörðun væri tekin.

Þar sem hún telst hins vegar nú fullorðin og virðist ekki iðrast neins þá þarf hún að svara fyrir þessa ákvörðun sína, jafnvel þótt færa megi rök fyrir því að liðsmenn Ríkis íslams hafi unnið traust hennar er hún var á barnsaldri (e. grooming) og saga hennar teljist því saga misnotkunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...