Leikarinn Bruno Ganz látinn

Bruno Ganz.
Bruno Ganz. AFP

Svissneski leikarinn Bruno Ganz, sem lék Adolf Hitler í kvikmyndinni Downfall, er látinn. Hann varð 77 ára. Samkvæmt tilkynningu lést Ganz á heimili sínu í Zurich.

Fram kemur í frétt BBC að Ganz hafi verið þekktur fyrir hlutverk sín í þýskumælandi kvikmyndum og leikritum. 

Þekktastur varð hann fyrir túlkun sína á Hitler undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar í myndinni Downfall.

Fram kemur í fréttum frá því þegar myndin kom út að Ganz þyki vera óhugnanlega líkur Hitler í hlutverki sínu og að myndin hafi fengið frábæra dóma.

Mynd­in, sem er 150 mín­út­ur að lengd, hefst á 56 ára af­mæli Hitlers 20. apríl 1945 og fylg­ir hon­um þar til hann frem­ur sjálfs­morð tíu dög­um seinna ásamt Evu Braun, sem hann kvænt­ist degi áður.

Hér að neðan má sjá þekkta senu úr Downfall:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert