Merkel varar við heimför Bandaríkjanna frá Sýrlandi

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á öryggisráðstefnunni.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á öryggisráðstefnunni. AFP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, varaði stjórnvöld í Bandaríkjunum við afleiðingum af áformum þeirra að kalla heim hermenn sína frá Sýrlandi. Slíkt myndi leyfa Rússlandi og Íran að auka áhrif sín í Mið-Austurlöndunum.

Hermenn vígasamtakanna Ríkis íslams halda nú til á örlitu svæði í norðausturhluta Sýrlands og er gert ráð fyrir að sigur hafist gegn þeim fljótlega. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að þegar sigur hafi náðst gegn samtökunum verði 2.000 hermenn kallaðir heim. Síðan þá hefur Mike Pence varaforseti sagt að Bandaríkin verði áfram með viðveru á svæðinu. Sagði hann Bandaríkin munu vinna áfram með bandamönnum sínum á svæðinu.

Hins vegar hefur erfiðlega gengið að sannfæra bandamennina og spurði Merkel á öryggisráðstefnu í Þýskalandi í dag hvort að það væri góð hugmynd fyrir Bandaríkin að yfirgefa Sýrland snögglega og hvort slíkt myndi ekki styrkja Íran og Rússland á svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert