Evrópuþjóðir verði að taka við 800 vígamönnum

Donald Trump segir Evrópuríkin þurfa að taka á móti 800 …
Donald Trump segir Evrópuríkin þurfa að taka á móti 800 vígamönnum eða þeim verði sleppt. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur beðið Evrópuþjóðir um að taka við yfir 800 vígamönnum Ríkis íslams sem hafa barist í Sýrlandi en verið handsamaðir af Bandaríkjamönnum eða varnarsveitum Kúrda. Vill hann að vígamennirnir fari fyrir dóm. Ef Evrópuþjóðirnar verða ekki við þessari ósk segir Trump það eina í stöðunni vera að sleppa vígamönnunum.

Þetta kemur fram í tveimur færslum Trumps á Twitter í nótt. Sagði Trump að Ríki íslams væri við það að falla og að Bandaríkin vilji ekki sjá vígamennina komast óséða aftur til Evrópu, þangað sem líklegt sé að þeir fari.

Trump greindi frá því í desember að Bandaríkin myndu kalla heim 2.000 hermenn frá svæðinu þegar sigur væri unninn gegn Ríki íslams, en Bandaríkin hafa stutt við stjórnarher Sýrlands og varnarsveitir Kúrda í baráttunni gegn vígamönnunum.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert