Vistum safnað saman á landamærunum

Bandarísk herflugvél lendir í Kólumbíu með vistir sem flytja á …
Bandarísk herflugvél lendir í Kólumbíu með vistir sem flytja á til Venesúela. AFP

Bandaríkjamenn eru byrjaðir að safna upp neyðarvistum á landamærum Venesúela og Kólumbíu að beiðni stjórnarandstöðuleiðtogans Juan Guaidó, sem lýsti sjálfan sig forseta Venesúela í síðasta mánuði. Er hann byrjaður að safna saman sjálfboðaliðum til að sækja vistirnar yfir landamærin til Kólumbíu, en Nicolás Madura, forseti Venesúela, segir neyðarvistirnar vera ráðabrugg Bandaríkjanna og innrás inn í Venesúela.

Samkvæmt AFP-fréttastofunni segist Guiadó vera kominn með 600 þúsund sjálfboðaliða sem ætli að aðstoða við flutninginn.

Þegar hafa nokkur tonn af neyðarvistum verið flutt til Cucuta, en bandaríski herinn áformar að flytja 200 tonn til viðbótar á næstu dögum.

Guaidó hefur sagt að frekari stuðningur í formi vista sé einnig væntanlegur í gegnum Brasilíu og karabísku eyjuna Curacao.

Vistir fluttar að landamærunum við borgina Cucuta í Kólumbíu.
Vistir fluttar að landamærunum við borgina Cucuta í Kólumbíu. AFP

Guaidó hefur beðið her Venesúela, sem styður Maduro, um að stíga til hliðar þegar vistirnar verða fluttar yfir landamærin. „Það er í ykkar höndum hvort þið berjist gegn fólkinu sem þjáist af sama skorti og þið,“ sagði Guaido í tísti á Twitter sem beint var að hermönnum landsins.

Yfir 50 lönd hafa lýst yfir stuðningi við kröfu Guiadó, en þar á meðal eru Bandaríkin, Kanada, Bretland, Þýskaland, Spánn, Frakkland og Ísland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert