„Ég geri þetta af því að ég er klikkaður“

Fyrsta heimsmeistaramótið í súlu-jóga (e. yoga on a pole) var haldið í Mumbai á Indlandi um helgina, en íþróttin á rætur sínar að rekja til vesturhluta Indlands á 12. öld og er betur þekkt undir nafninu mallakhamb. 

„Malla merkir glímukappi og khamb er súla,“ útskýrir Udau Deshpande, skipuleggjandi mótsins og einn af dáðustu súlu-jóga-köppum Indlands. 

Á mótinu mátti sjá yfir 100 menn og konur frá öllum heimshornum leika listir sínar á 2,6 metra hárri trésúlu. Styrkur og liðleiki skipta höfuðmáli ef á að ná langt í mallakhamb. Keppendur eru eins fáklæddir á súlunni og þeir geta til að hámarka hreyfanleika á súlunni, sem er mökuð í laxerolíu til að koma í veg fyrir bruna- og nuddsár. 

Í súlu-jóga, eða mallakhamb, reynir á styrk, liðleika og jafnvægi, …
Í súlu-jóga, eða mallakhamb, reynir á styrk, liðleika og jafnvægi, en ekki síst hugrekki, þar sem súlan er í tæplega þriggja metra hæð. AFP

„Þetta er afrek og á sama tíma byggir maður upp styrk og liðleika. Það er í raun magnað hvað mannslíkaminn getur afrekað,“ segir einn keppandi mótsins. 

„Í sannleika sagt er þetta pynting og ég er enn þá að reyna að skilja af hverju ég geri þetta. En ég verð að gera þetta af því að einhvern veginn verð ég að eyða orkunni sem ég hef,“ segir Pavel Kalina, 55 ára keppandi frá Tékklandi. „Ég geri þetta af því að ég er klikkaður,“ bætir hann við og brosir. 

Fyrsti heimsmeistarinn í súlu-jóga var krýndur um helgina.
Fyrsti heimsmeistarinn í súlu-jóga var krýndur um helgina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert