Hætta við ráðstefnu vegna helfarardeilu

Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Hætt hefur verið við ráðstefnu leiðtoga Mið-Evrópuríkja sem halda átti í Ísrael vegna deilu Ísraels og Póllands um helförina. Greint var frá því í gær að Mateusz Morawiecki, for­sæt­is­ráðherra Pól­lands, hefði hætt við þátttöku sína vegna ummæla Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, um Pól­verja og hel­för­ina. BBC greinir frá.

Haft var eft­ir Net­anya­hu á ísra­elsku frétt­asíðunni Haaretz að Pól­verj­ar hefðu aðstoðað nas­ista í hel­för­inni. Um­mæl­in voru í kjölfarið for­dæmd í Póllandi á grundvelli þess að orðalag forsætisráðherrans gefi til kynna að  pólska þjóðin í heild hafi unnið með Þjóðverj­um í seinni heims­styrj­öld­inni.

Ummæli Yisrael Katz, sem er settur utanríkisráðherra Ísraels, um að „Pólverjar innbyrði gyðingahatur með móðurmjólkinni“ hafa ekki síður vakið reiði.

Sagði Morawiecki ummæli ráðherrans fullkomlega „óásættanleg“.

Nasistar tóku sex milljónir gyðinga af lífi og áttu flestar aftökurnar sér stað í Póllandi og starfaði hluti Pólverja með nasistum. Sex milljónir Pólverja létust hins vegar einnig í heimsstyrjöldinni síðari og var um helmingur þeirra gyðingar.

Pólland, Tékkland, Ungverjaland og Slóvakía áttu að taka þátt í ráðstefnunni, sem Ísrael ætlaði að halda undir heitinu Visegrad-hópurinn. Netanyahu tilkynnti hins vegar í dag að án Póllands myndu leiðtogar ríkjanna eingöngu eiga tvíhliða viðræður við sig og að Visegrad-nafnið ætti ekki lengur við.

mbl.is