Hættir sem varadómsmálaráðherra í mars

Rod Rosenstein, varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun láta af embætti í mars …
Rod Rosenstein, varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun láta af embætti í mars samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs. AFP

Rod Rosenstein, varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun láta af embætti um miðjan mars. Þetta fullyrða fjölmiðlar vestanhafs.

CNN hefur eftir embættismanni að uppsögnin tengist ekki fullyrðingum fyrr­ver­andi for­stjóra banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar (FBI), Andrew McCa­be, sem greindi ný­verið frá því að Ro­sen­stein hafi rætt um mögu­leik­ann á því að hlera Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og koma honum frá völdum með því að virkja 25. grein stjórnarskrárinnar.

CNN hefur eftir sama embættismanni að raunin er sú að frá því að Bill Barr tók við embætti dómsmálaráðherra hafi verið ljóst að Rosenstein myndi fljótlega hætta sem varadómsmálaráðherra.

Rosenstein hefur gegnt embættinu í tvö ár en samskipti hans við Trump hafa verið stirð, ekki síst vegna ákvörðunar Rosenstein að fela Robert Mueller að rannsaka meint afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016.

mbl.is