Hákarlar gætu læknað krabbamein

Hvítháfur er tignarlegur.
Hvítháfur er tignarlegur. AFP

Hvíthákarlar eða hvítháfar gætu geymt svarið við hinni eilífu spurningu læknisfræðinnar um hvernig lækna skuli krabbamein og aðra aldurstengda sjúkdóma í mannfólki. BBC greinir frá.

Ný rannsókn þar sem DNA hvíthákarla var kortlagt sýnir að þessar skepnur búa yfir þeim einstaka hæfileika að geta gert við „gallað“ DNA í sjálfum sér og verndað sig gegn krabbameini.

Vísindamenn binda vonir við að rannsóknir á þessum skepnum geti nýst í lækningarskyni gegn krabbameini. Sá hæfileiki skepnanna að geta gert við sitt eigið DNA þykir einkum eftirsóknarverður fyrir okkur þar sem við mannfólkið búum ekki yfir þeim eiginleika. Þessi eiginleiki hefur þróast lengi í hvíthákörlum sem tróna efst á toppi fæðukeðju undirdjúpanna. 

mbl.is
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
Vetur í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í mars/april í nokkra daga. Hlý og kósí hús með heitum pot...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...