Hvetur Ku Klux Klan til að myrða demókrata

Liðsmaður Ku Klux Klan í Charlottesville. Mynd úr safni.
Liðsmaður Ku Klux Klan í Charlottesville. Mynd úr safni. AFP

Ritstjóri og útgefandi dagblaðs nokkurs í Alabamarík sæta nú harðri gagnrýni fyrir leiðara þar sem hvatt var til fjöldadráps Ku Klux Klan-samtakanna (KKK) á þingmönnum demókrata.

Leiðarinn birtist í dagblaðinu Democrat-Reporter á fimmtudaginn í síðustu viku og sagði ritstjórinn, Goodloe Sutton, að þar sem að demókratar ætluðu að hækka skatta þá ætti KKK að ráðast inn í Washington og hengja þingmennina.

BBC segir þingmenn Alabama hafa kallað eftir afsögn Sutton í kjölfar leiðarans.

Ku Klux Klan-samtökin eru elstu samtök hvítra kynþáttahatara í Bandaríkjunum og stóðu liðsmenn þeirra að morðum, nauðgunum og árásum á fjölda svartra einstaklinga á síðustu öld.

Leiðarinn tók að vekja athygli á samfélagsmiðlum eftir að stúdentar við Auburn University í Alabama birtu myndir af honum á Twitter.

BBC segir ekki hafa náðst í Sutton til að fá hans hlið á málinu, en hann var þekktur blaðamaður á árum áður og naut þá lofs virtra fjölmiðla á borð við New York Times fyrir gott siðferði.

Það kveður hins vegar við annan tón í þessum umdeilda leiðara, en þar segir: „Það er tímabært fyrir Klan að fara aftur á kreik.“ Vísar leiðarahöfundurinn þar til ofbeldisferða Ku Klux Klan um samfélög svartra, sem vöktu mikla skelfingu.

„Demókratar í Repúblikanaflokknum og demókratar eru með ráðabrugg um að hækka skatta i Alabama. Þessi sósílalista-kommúnistahugmyndafræði hljómar vel í eyrum hinna fávísu, ómenntuðu og einföldu. Svo virðist sem Klan-inu sé velkomið að gera árás á lokuðu hverfin þarna upp frá,“ skrifaði Sutton.

Sutton staðfesti síðar við blaðið Montgomery Advertiser að hann hefði skrifað leiðarann. „Ef við gætum komið Klaninu þangað upp eftir til að hreinsa út Washington þá hefðum við það öll betra,“ sagði hann. „Við skulum sækja reipin, kasta þeim yfir trjágreinar og hengja þá alla.“

Kvaðst Sutton ekki vera að hvetja til dráps á Bandaríkjamönnum. „Þetta eru sósíalista-kommúnistar sem við erum að tala um.“ Þá sagðist hann ekki telja Ku Klux Klan vera ofbeldisfull samtök. „Þeir drápu ekki nema nokkra. Klan-ið beitti ekki ofbeldi fyrr en það þurfti að gera það.“

Samkvæmt upplýsingum frá lagamiðstöðinni Southern Poverty Law Center eru enn á bilinu 5.000-8.000 félagsmenn í Ku Klux Klan í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Skattframtalsgerð einstaklingar/minni fé
Tek að mér gerð skattframtala fyrir einstaklinga og minni félög. Almennt bókhal...