Fundu gamla sprengju úr stríðinu

Frá þýsku borginni Nürnberg hvar sprengja frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar ...
Frá þýsku borginni Nürnberg hvar sprengja frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar fannst á mánudaginn. Ljósmynd/Wikipedia.org

Mörg þúsund manns urðu að yfirgefa heimili sín á mánudaginn eftir að gömul 250 kílóa sprengja frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar fannst við byggingaframkvæmdir á mörkum borganna Nürnberg og Fürth í Þýskalandi. Var lýst yfir neyðarástandi vegna málsins en svæði í eitt hundrað metra radíus frá staðnum þar sem sprengjan fannst var rýmt.

Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.de að sprengjusérfræðingar lögreglu hafi í kjölfarið mætt á staðinn og aftengt sprengjuna á mánudagskvöldið. Samtals hafi um átta þúsund manns þurft að yfirgefa svæðið og þar af um fimm þúsund íbúar. Fólkið gat síðan snúið aftur til heimila sinna skömmu eftir miðnætti eftir að sprengjan hafði verið aftengd.

Talið er að sprengjunni hafi verið varpað á borgina af bandamönnum árið 1945 skömmu fyrir lok heimsstyrjaldarinnar. Sprengjur frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar hafa reglulega fundist á liðnum árum og áratugum í Þýskalandi og þá ekki síst við byggingaframkvæmir, en gríðarlegu magni sprengja var varpað á þýskar borgir á stríðsárunum.

mbl.is
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...