Barnaníð í Páfagarði

Frans páfi ávarpaði ráðstefnuna.
Frans páfi ávarpaði ráðstefnuna. AFP

Frans páfi segir að grípa verði til áþreifanlegra aðgerða í baráttunni gegn barnaníði innan kaþólsku kirkjunnar. Þörf sé á vitundarvakningu innan kirkjunnar.

Páfi ávarpaði ráðstefnu Páfagarðs sem markar tímamót vegna umfjöllunarefnisins - baráttunnar við kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Næstu daga mun páfi ræða þessi mál við biskupa kirkjunnar og hvernig eigi að taka á slíku ofbeldi af hálfu kirkjunnar þjóna. 

Að sögn páfa á fólk í kaþólska söfnuðinum von og rétt á að kirkjan grípi til áþreifanlegra og marktæka aðgerða. „Hlustum á þau smáu sem grátbiðja um réttlæti,“ sagði Frans páfi þegar hann flutti opnunarávarp ráðstefnunnar. 

Páfinn vonast til þess að hægt verði að auka áverkni um misnotkun með bænum, ræðum, vinnuhópum og vitnisburði þolenda. Hann segir að ráðstefnunni sé ætlað að snúa illsku í tækifæri til áverkni, hreinsunar og græða sár sem barnaníðingar beri ábyrgð á. Sár bæði þolenda og þeirra sem trúa.

Vitnisburður nafnlausra þolenda var meðal þess sem ráðstefnugestir hlýddu á í morgun. Ein kona lýsti hryllingnum sem fylgdi því að vera neydd í þungunarrof í þrígang eftir að hafa verið misnotuð af presti.

mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...
JEMA Bílalyftur í bílskúrinn
Frábærar skæralyftur sem henta í bílskúrinn,lyfta 1,2 m og 2,8T, glussadrifnar...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...