Bishop hættir á þingi

Hér sést Julie Bishop ræða við leikkonuna Nicole Kidman.
Hér sést Julie Bishop ræða við leikkonuna Nicole Kidman. AFP

Fyrrverandi utanríkisráðherra Ástralíu, Julie Bishop, tilkynnti um að hún ætlaði að hætta í stjórnmálum í dag. Þykir þetta mikið áfall fyrir flokk hennar þegar stutt er í kosningar.

Bishop hefur notið mikilla vinsælda meðal kjósenda Frjálslynda flokksins og kom tilkynning hennar í dag mörgum félögum hennar á þingi á óvart. Þingkosningar fara fram í Ástralíu um miðjan maí. 

Bishop var fyrsta konan til þess að gegna embætti utanríkisráðherra í Ástralíu en hún var ráðherra frá 2013 til 2018. Hún var jafnframt fyrsta konan sem var varaformaður flokksins en það var hún í 11 ár. 

Julie Bishop.
Julie Bishop. Wikipedia
mbl.is
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
íslenskir stálstólarnýtt áklæði
ER VMEÐ NOKKRA ÍSLENSKA STÁLSTÓLA STAFLANLEGIR NÝTT ÁKLÆÐI NÝJA GRINDIN Á 15,00...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...