Virtu ekki brunavarnir

Eldurinn braust hratt út.
Eldurinn braust hratt út. AFP

Stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki brugðist við og gert viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir stórbruna í Daka í Bangladess þegar tæplega 80 manns létust í mannskæðum eldsvoða. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka því um tíu manns hlutu alvarleg brunasár. 

Stjórnvöld hafa lítið sem ekkert gert til að herða brunavarnir frá árinu 2010 þegar rúmlega 120 manns létust. Í þeim eldsvoða kviknaði einnig í eiturefnum í vöruhúsi. Reglur um brunavarnir hafa ekki verið hertar á þessum árum, að minnsta kost fara hvorki eigendur fyrirtækjanna né stjórnvöld eftir þeim, er haft eftir talsmanni hóps sem berst fyrir réttindum fórnarlambanna. 

Eldurinn braust út í vöruhúsi þar sem meðal annars eru efni sem notuð eru í hreinlætisvörur t.d. svitalyktareyða. Miklar sprengingar urðu í húsnæðinu og breiddist eldurinn hratt út. Það tók slökkviliðsmenn yfir 12 klukkustundir að ná tökum á eldinum og fleiri hundruð slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðunum. Aðstæður voru erfiðar á vettvangi, göturnar þröngar, vatn af skornum skammti og mikið af eldfimum eiturefnum.

Vitni lýsa skelfingu sem greip um sig þegar fólk brann inni meðal annars á veitingastöðum og í brúðkaupsveislu. Fólkið gat ekki forðað sér því eldurinn braust svo hratt út.     

Rúmlega 70 manns létust í eldsvoðanum þegar kviknaði í eiturefnum.
Rúmlega 70 manns létust í eldsvoðanum þegar kviknaði í eiturefnum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert