Fundu „fljúgandi bolabít“

Eli Wyman með risabýfluguna.
Eli Wyman með risabýfluguna. Ljósmynd/Clay Bolt

Stærsta býflugnategund í heimi hefur fundist á ný, en í 38 ár töldu vísindamenn að tegundin væri ekki lengur til. Býflugan sem er á stærð við þumalfingur og með um sex sentimetra vænghaf, fannst á afskekktri eyju í Indónesíu, að því er fram kemur í umfjöllun BBC.

Eftir margra daga leit fundu vísindamenn eina kvenkyns flugu og gengur tegundin undir heitinu wallace-risabýfluga eða megachile pluto. Hlaut hún nafnið í kjölfar þess að landkönnuðurinn Afred Russel Wallace fann fluguna árið 1858.

Flugan hefur ekki sést síðan 1981, en fannst á nýjan leik í janúar þegar hópur vísindamanna lagði í leiðangur sem fylgdi leið Wallace.

Risabýfligan í samanburði við hefðbundna býflugu.
Risabýfligan í samanburði við hefðbundna býflugu. Ljósmynd/Clay Bolt

„Það var alveg ótrúlegt að sjá þennan fljúgandi bolabít sem við héldum að væri ekki lengur til,“ er haft eftir Clay Bolt ljósmyndara.

Uppgötvunin getur verið grunnur að nýjum rannsóknum á sögu skordýrsins sem mun hjálpa til við að finna leiðir til þess að koma veg fyrir útrýmingu tegundarinnar, segir Eli Wymanm, skordýrafræðingur við Princeton-háskóla. Hann var einn þeirra sem lögðu í leiðangurinn.

mbl.is
Hallo AFI, sumarhús í Tungunum..
Falleg sumarhús til leigu í Tungunum, ca. klst. frá Rvík. - fyrir AFA og ÖMMU. f...
Föt
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Tunika 4990 Peysa kr. 5.990 Buxur kr. 4...
Óskum eftir ömmu/afa sem getur mætt að
Óskum eftir ömmu/afa sem getur mætt að passa, nokkur skipti í mánuði kl. 5 á mor...