Lokar landamærunum að Brasilíu

Maduro þvertekur fyrir að neyðarástand ríki í landinu og segir ...
Maduro þvertekur fyrir að neyðarástand ríki í landinu og segir neyðaraðstoð sem Bandaríkin stýra sýndarmennsku. AFP

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, hefur tilkynnt að hann ætli að loka landamærum landsins að Brasilíu í kvöld. Þetta tilkynnti Maduro í sjónvarpsútsendingu fyrir skömmu, en þar sagði hann að einnig væri til skoðunar að loka landamærunum að Kólumbíu.

Maduro þvertekur fyrir að neyðarástand ríki í landinu og segir neyðaraðstoð sem Bandaríkin stýra sýndarmennsku.

Juan Guaido, þingforseti Venesúela sem lýst hefur sjálfan sig starfandi forseta landsins, er hins vegar á leiðinni til landamæra Kólumbíu til þess að tryggja að hjálpargögnum verði komið til þeirra sem á þurfa að halda, en herinn hefur hingað til reynt að koma í veg fyrir flutning hjálpargagna yfir landamærin samkvæmt skipun Maduro.

mbl.is
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...