Reyndist ekki útdauð

Risaskjaldbaka sem talið var að hefði dáið út fyrir rúmri öld fannst á Galapagoseyjum á þriðjudag. Umhverfisráðherra Ekvadors tilkynnti á Twitter að skjaldbakan, kvendýr, hefði fundist á eyjunni Fernandina.

Að sögn náttúruverndarstofnunar Galapagos sást skjaldbaka af þessari tegund síðast svo staðfest sé þegar bandarískur leiðangur fór til Fernandina í apríl 1906. Bitför og spor sem talin voru hugsanlega eftir slíkar skjaldbökur hafa þó sést á undanförnum áratugum.

Alls eru 12 skráðar skjaldbökutegundir á Galapagoseyjum, sem eru um 1.000 km vestur af Ekvador. Í eyjaklasanum eru 19 stórar eyjar auk tuga smáeyja og skerja. Enski náttúrufræðingurinn Charles Darwin heimsótti eyjarnar á 19. öld og rannsóknir hans á dýralífinu þar urðu grundvöllur kenninga hans um uppruna tegundanna. Eyjaklasinn var skráður á heimsminjaskrá UNESCO árið 1979.

mbl.is
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...