Lífstíðarfangelsi fyrir fjöldamorð

Ástralskur lögreglumaður.
Ástralskur lögreglumaður. AFP

Karlmaður, sem myrti sex manns þegar hann ók bifreið eftir verslunargötu í borginni Melbourne í Ástralíu í janúar 2017, var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í Hæstarétti Viktoríuríkis. Hann hafði áður verið sakfelldur í undirrétti í nóvember á síðasta ári.

Fram kemur í frétt AFP að dómarinn málinu, Mark Weinberg, hafi sagt atburðinn á meðal verstu fjöldamorða sem átt hefðu sér stað í Ástralíu. Meðal fórnarlamba mannsins, hins 29 ára gamla James Gargasoulas, voru þriggja mánaða gamalt barn, tíu ára gömul stúlka og japanskur námsmaður.

Margir særðust einnig í árásinni en lögreglan telur þó ekki að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Gargasoulas var undir áhrifum fíkniefna þegar hann ók á fólkið. Við réttarhöldin sagðist Gargasoulas iðrast gerða sinna en dómarinn sagðist ekki telja orð hans benda til þess að hann sæi raunverulega eftir því sem hann gerði.

Gargasoulas mun samkvæmt dómnum þurfa að sitja í fangelsi í að minnsta kosti 46 ár.

mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
38" Toyota landcruiser 150 til sölu
Ekinn 120 þ.km, nýskráður 06.15 og skoðaður 2021. Loftlæsingar, Fox fjöðrun, auk...
Frá Kattholti
Munið að með því að gerast félagar í Kattavinafélagi Íslands styðið þið við star...