Rússar segja neyðaraðstoð sýndarmennsku

Bandarískir hermenn ferma flugvél með mat og lyf til handa ...
Bandarískir hermenn ferma flugvél með mat og lyf til handa íbúum Venesúela. AFP

Rússnesk stjórnvöld saka þau banda­rísku um sýndarmennsku vegna neyðaraðstoðar til Venesúela sem þau síðarnefndu standa fyrir. Nicolas Maduro, for­seti Venesúela, þver­tek­ur fyr­ir að neyðarástand ríki í land­inu og hefur lokað fyrir landamærin að Brasilíu og hótað að loka þeim að Kólumbíu til að hindra að neyðaraðstoðin berist. 

Ef Bandaríkin muni halda áfram að skipta sér af málum í Venesúela „mun það auka spennuna til muna,“ sagði María Zakharóva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands. Hún kallaði þetta brellu Bandaríkjamanna því raunverulegur tilgangur væri að hefja hernaðaraðgerðir gegn Maduro. Rússar eru bandamenn Maduro og hafa ítrekað sakað Bandaríkin um að standa á bak við valdarán í Caracas, höfuðborg Venesúela.

Juan Guaido, þing­for­seti Venesúela sem lýst hef­ur sjálf­an sig starf­andi for­seta lands­ins, er hins veg­ar á leiðinni til landa­mæra Kól­umb­íu til þess að tryggja að hjálp­ar­gögn­um verði komið til þeirra sem á þurfa að halda, en her­inn hef­ur hingað til reynt að koma í veg fyr­ir flutn­ing hjálp­ar­gagna yfir landa­mær­in sam­kvæmt skip­un Maduro.

Zakharóva sagði enn fremur að aðgerðir Guaido væru eins og olía á eldinn. Hún benti einnig á að bandaríski herinn hefði fært sig nær landamærum Venesúela og sakaði hann um að hyggjast selja stjórnarandstæðingum vopn. 

mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
38" Toyota landcruiser 150 til sölu
Ekinn 120 þ.km, nýskráður 06.15 og skoðaður 2021. Loftlæsingar, Fox fjöðrun, auk...
Frá Kattholti
Munið að með því að gerast félagar í Kattavinafélagi Íslands styðið þið við star...