Einn látinn og fjórir slasaðir eftir snjóflóð

Snjóflóðið féll rétt við landamærin.
Snjóflóðið féll rétt við landamærin. Kort/Google

Einn er látinn eftir að snjóflóð féll í skóglendi í Austurríki skammt frá landamærum Þýskalands í dag. Fjórum öðrum var bjargað úr snjóflóðinu en viðbragðsaðilar hafa haldið leit áfram ef ske kynni að fleiri hafi grafist í snjónum.

Flóðið féll skammt frá skíðasvæðinu í Reutte. Aðstæður gerðu björgunarfólki erfitt um vik en flestir vegir að svæðinu voru lokaðir eftir að snjóflóð féll á þá á fimmtudaginn.

„Einn þeirr fjögurra sem við björguðum er slasaður,“ sagðði Michael Eder, talsmaður lögreglu. Hann sagði að mennirnir fimm sem lentu í flóðinu væru skíðamenn en vissi ekki hvers lenskir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert