Hjálpargögn á leið til Venesúela

Hermenn hafa beitt þá táragasi til að sundra þeim sem …
Hermenn hafa beitt þá táragasi til að sundra þeim sem reyna að komast yfir landamærin. AFP

Hjálpargögn eru á leið yfir landamæri Venesúela frá Brasilíu með friðsælum hætti. Þetta skrifaði stjórnarandstöðuleiðtoginn Juan Guaidó á Twitter nú fyrir skömmu. Her Venesúela hafði fram að því reynt að meina sjálfboðaliðum að koma hjálpargögnum í landið.

Auk þess eru hjálpargögn á leið til landsins frá Kólumbíu.

Mikil spenna hefur verið á landamærum Venesúela og Brasilíu í dag. Bandaríkin hafa fordæmt her Venesúela fyrir að skjóta á fólk sem reynir að komast yfir landamærin en að minnsta kosti tveir hafa látist í átökunum í dag.

Guaidó hefur boðið hermenn sem snúa baki við Nicolas Maduro, forseta landsins, velkomna og heitir þeim friðhelgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert