Ráðherrar May neita samningslausu Brexit

David Gauke, dómsmálaráðherra Bretlands, styður ekki útgöngu án samnings.
David Gauke, dómsmálaráðherra Bretlands, styður ekki útgöngu án samnings. AFP

Þrír ráðherrar úr ríkisstjórn Theresu May segja að fresta eigi Brexit samþykki breska þingið ekki útgöngusamning á næstu dögum. Þau Greg Clark, Amber Rudd og David Gauke segjast öll ætla að fara þvert gegn vilja forsætisráðherrans og kjósa með því að virkja grein 50 svo að Bretland gangi ekki samningslaust úr Evrópusambandinu 29. mars.

BBC greinir frá því að skrifstofa forsætisráðherra segi álit ráðherranna þriggja „varla leyndarmál“ og að May ynni hörðum höndum að því að skila samningi í samræmi við það sem breska þjóðin kaus.

„Það er það sem ríkisstjórnin ætti að einbeita sér að,“ segir í yfirlýsingu frá skrifstofu forsætisráðherra.

Amber Rudd innanríkisráðherra.
Amber Rudd innanríkisráðherra. AFP
Greg Clark viðskiptamálaráðherra.
Greg Clark viðskiptamálaráðherra. AFP
mbl.is
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
ERNA 95 ára, hreinsum til á lagernum.
25 til 75% afsláttur. Silfurmunir, skartgripir, armbandsúr og gjafavara. Gott tæ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...