Þingmaður á níræðisaldri myrtur

Mohamed Abdullahi Mohamed, forseti Sómalíu krefst þess að árásarmaðurinn svari …
Mohamed Abdullahi Mohamed, forseti Sómalíu krefst þess að árásarmaðurinn svari til saka. AFP

Þingmaður í Sómalíu var skotinn til bana í höfuðborginni Mogadishu í dag. Vígasamtökin Al-Shabaab bera ábyrgð á morðinu en þingmaðurinn var á níræðisaldri.

Osman Elmi Boqore var einn elsti þingmaður landsins áður en hann var myrtur rétt við heimili sitt í norðurhluta höfuðborgarinnar.

Árásarmaðurinn flúði af vettvangi í bíl.

Lögreglan greindi frá því að þingmaðurinn hefði verið myrtur og að árásarmannsins, eða mannanna, væri leitað.

Vígasamtökin Al-Shabaab lýstu yfir ábyrgð á tilræðinu á vefsíðu sinni. Mohamed Abdullahi Mohamed, forseti Sómalíu, fordæmir verknaðinn.

„Það þarf að rannsaka þetta mál hratt og örugglega og árásarmaðurinn þarf að svara til saka,“ kom fram í yfirlýsingu forsetans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert