Utanríkisráðherra Írans segir af sér

Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, hefur sagt af sér embætti.
Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, hefur sagt af sér embætti. AFP

Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, hefur sagt af sér embætti. Frá þessu greinir hann á Instagram-aðgangi sínum. 

Zarif kom meðal annars að undirritun fjölþjóðlegs sam­komu­lags sem gert var við Íran árið 2015, um af­nám kjarn­orku­vopna. Frá því að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna hefur hann gagn­rýnt sam­komu­lagið harðlega og sagt það ein­hliða.

Í yfirlýsingu sem fylgir afsögninni segir Zarif að hann sé óhæfur til að gegna embættinu og biðst afsökunar á annmörkum sínum í starfi, án þess að útskýra nánar í hverju þeir felast. 

View this post on Instagram

A post shared by Javad Zarif (@jzarif_ir) on Feb 25, 2019 at 11:51am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert