Feit rotta sat pikkföst

Rottan sat pikkföst.
Rottan sat pikkföst. Ljósmynd/Berufstierrettung Rhein Neckar

Björgunarfólki í þýska bænum Bernsheim barst óvenjuleg beiðni um aðstoð um helgina en fólkið var beðið um að aðstoða þéttvaxna rottu sem var föst í holræsi.

„Hún hafði mikinn vetrarforða og sat föst. Hún komst hvorki lönd né strönd,“ sagði Michael Sehr, sem sá um að bjarga dýrinu, við fjölmiðla í Þýskalandi.

Fjöldi björgunarfólks kom að björgun rottunnar og spurðu margir sig að því hvers vegna svo mikið væri lagt upp úr því að bjarga ræsisrottu.

„Jafnvel dýr sem margir þola ekki eiga skilið virðingu,“ sagði Sehr.

Átta slökkviliðsmenn þurfti til að bjarga rottunni, sem hljóp beint ofan í ræsið þegar hún var laus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert