Minnsti drengur í heimi

Litli drengurinn daginn eftir fæðingu.
Litli drengurinn daginn eftir fæðingu. AFP

Drengur sem vó 268 grömm við fæðingu fyrir fimm mánuðum hefur verið útskrifaður af vökudeild sjúkrahúss í Tókýó. Hann vegur nú 3,2 kg og nærist eðlilega. Hann er léttasti drengur sem hefur fæðst og verið heilbrigður en léttasta stúlkan var 252 grömm þegar hún fæddist árið 2015.

Litli drengurinn fæddist eftir 24 vikna meðgöngu en var útskrifaður af vökudeild í síðustu viku, tveimur mánuðum eftir settan fæðingardag. „Ég átti í hreinskilni sagt ekki von á því að hann myndi lifa af og er því afar hamingjusöm,“ segir móðir litla drengsins en hann var tekinn með bráðakeisara á Keio-háskólasjúkrahúsinu í Tókýó. Hann var svo lítill við fæðingu að hann passaði í lófa foreldra sinna. 

Drengurinn var orðinn 3,2 kg þegar hann var útskrifaður af ...
Drengurinn var orðinn 3,2 kg þegar hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu. AFP

Læknirinn sem annaðist drenginn á vökudeildinni, Takeshi Arimitsu, segir að aldrei áður hafi drengur sem er jafn léttur við fæðingu lifað af og verið heilbrigður. Þetta sýni að börn geti lifað af og útskrifast af sjúkrahúsi þrátt fyrir að vera agnarsmá við fæðingu. Samkvæmt upplýsingum frá Keio-háskólasjúkrahúsinu lifa um 90% þeirra barna sem eru undir 1 kg við fæðingu (fjórar merkur) en ef börnin eru undir 300 grömm við fæðingu eru lífslíkur þeirra um 50%. 

Heilbrigður og fallegur drengur sem vó aðeins 268 grömm við ...
Heilbrigður og fallegur drengur sem vó aðeins 268 grömm við fæðingu. AFP

Algengara er að stúlkur lifi af fremur en drengir og ekki er fullsannað hver skýringin er en ýmsir telja að það sé vegna þess að lungu drengja þroskast hægar en stúlkna.

Fyrra metið átti drengur sem fæddist í Þýskalandi en hann var 274 grömm við fæðingu árið 2009. 

Sjá lista yfir minnstu börn sem fæðst hafa 

Keio-sjúkrahúsið hefur birt myndir af litla drengnum sem var nákvæmlega 3.238 grömm þegar hann fór heim af sjúkrahúsinu. Alls hafa 23 börn sem eru undir 300 grömm við fæðingu lifað af og verið heilbrigð. Af þeim eru drengirnir aðeins fjórir talsins. 

Í frétt Japan Times kemur fram að ákveðið hafi verið að framkvæma bráðakeisara í ágúst þar sem hann var hættur að þyngjast í móðurkviði og læknar óttuðust um líf hans.

Fyrstu vikurnar var hann í öndunarvél og fékk næringu í æð en dafnaði vel. Þegar sogþörf hans var komin fór hann að drekka beint úr brjósti móður sinnar. 

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
LOFTDÆLA
Til sölu loftdæla verð kr. 30.000. Upplýsingar í síma 6990930...
Uppsetning rafhleðslustöðva
Setjum upp og göngum frá öllum gerðum rafhleðslustöðva Mikil áralöng reynsla ...