Varar við „martröð sósíalismans“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpar stuðningsmenn sína í gær.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpar stuðningsmenn sína í gær. AFP

„Við trúum á bandaríska drauminn, ekki martröð sósíalismans,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær í nágrenni Washington, höfuðborgar landsins. Sagði hann að Bandaríkin yrðu aldrei sósíalískt ríki.

Fram kemur í frétt AFP að orðum Trumps hafi verið fagnað mjög. Ræða Trumps tók tvær klukkustundir en þetta var fyrsta skiptið sem hann kom fram opinberlega í Bandaríkjunum eftir fund hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í Víetnam í síðustu viku. Forsetinn sagði við stuðningsmenn sína að fundurinn hefði verið mjög gagnlegur.

Hins vegar sagði Trump að ekki kæmi til greina að ná samningi við Norður-Kóreu eingöngu til þess að ná samningi. Forsetinn gagnrýndi demókrata harðlega fyrir umhverfisstefnu þeirra og sagði hana sósíalíska áætlun sem myndi skaða bandarískan iðnað.

Trump sagði hugmyndir demókrata í heilbrigðismálum kalla á gríðarlegar skattahækkanir og sakaði þá um að hafa yfirgefið venjulega Bandaríkjamenn og hefðbundin bandarísk stjórnmál þegar kæmi til að mynda að innflytjendamálum og fóstureyðingum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...