Sjö úr sömu fjölskyldu létust

Skýstrokkarnir skildu eftir sig mikla eyðileggingu.
Skýstrokkarnir skildu eftir sig mikla eyðileggingu. AFP

Sjö úr sömu fjölskyldu voru meðal þeirra sem létust vegna skýstrokka sem gengu yfir Alabama í Bandaríkjunum á sunnudag. Allir sem létust fundust í nágrenni heimila sinna, samkvæmt upplýsingum frá björgunaraðilum.

Greint er frá því á vef BBC að þau látnu séu á aldrinum sex til 89 ára, en allt að átta er enn saknað eftir veðurofsann.

„Við höldum að öll fórnarlömbin hafi verið inni á heimilum sínum þegar þetta skall á. Þau enduðu öll, nema tvö, utan heimila sinna,“ segir Bill Harris, dánardómstjóri í Lee-sýslu í Alabama. Húsin væru ekki á sínum stað lengur.

Hann segir einn þeirra sem komst lífs af hafa misst sjö ástvini og að sá sjái fram á mikil fjárútlát vegna jarðarfaranna. Fjöldi fólks hafi þó þegar boðist til að aðstoða við fjármögnun þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert