Erkibiskup fékk sex mánaða dóm

Philippe Barbarin er erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í Lyon.
Philippe Barbarin er erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í Lyon. AFP

Erkibiskupinn í Lyon var í dag dæmdur sekur um að hafa tekið þátt í að hylma yfir misnotkun og barnaníð innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi. 

Kardínálinn, Philippe Barbarin, var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir dómi í dag en hann var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna. 

Hann var fundinn sekur um að að hafa ekki tilkynnt um misnotkun á barni sem átti sér stað á árunum 2014 og 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert