Frestun Brexit líkleg niðurstaða

Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, telur líklegt að ef Brexit-samningnum verði …
Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, telur líklegt að ef Brexit-samningnum verði hafnað öðru sinni á breska þinginu í næstu viku verði útgöngu Bretlands úr ESB, sem áætluð er 29. mars, frestað um óákveðinn tíma. AFP

Leiðtogar Evrópusambandsins segjast vera tilbúnir til að vinna baki brotnu um helgina ef „viðunandi“ tillögur berast frá breskum stjórnvöldum um svokallað backstop-ákvæði um landamæri Írlands og Norður-Írlands fyrir föstudag.

Í ákvæðinu felst að ef eng­inn viðskipta­sam­ing­ur ligg­ur fyr­ir tveim­ur árum eft­ir út­göngu Breta verði Bret­ar áfram í tolla­banda­lagi ESB þar til bæði stjórn­völd í Bretlandi og í ESB kom­ast að sam­komu­lagi um annað.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur reynt að fá breytingartillögur um ákvæðið samþykktar á breska þinginu, en við litla undirtektir. 

Greidd verða atkvæði um Brexit-samninginn í annað sinn á breska þinginu í næstu viku. Ef samningnum verður hafnað, líkt og í janúar, verður tvennt í stöðunni: Að ganga úr Evrópusambandinu án samnings eða að fresta útgöngu, sem er fyrirhuguð 29. mars.

Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í útvarpsviðtali á BBC í morgun að frestun verði líklega niðurstaðan ef samningurinn verður felldur í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert