Jarmandi bæjarstjóri varð fyrir valinu

Kosningamynd af Lincoln.
Kosningamynd af Lincoln.

Íbúar í bænum Fair Haven í Vermont-ríki í Bandaríkjunum hafa kosið sér nýjan bæjarstjóra. Sá er aðeins þriggja ára gamall, heitir Lincoln og er geit.

Kosningin fór fram á bæjarhátíð í vikunni. Lincoln, sem er huðna, tekur svo við embættinu, til eins árs, á þriðjudaginn kemur.

Sextán voru í framboði, aðallega hundar og kettir. Stökkmúsin Crystal gaf einnig kost á sér.

Lincoln hlaut hins vegar flest atkvæði en fast á hæla hennar kom hundurinnSammie.Lincoln sigraði með nokkrum yfirburðum, hlaut þrettán atkvæði af 53.

Atkvæðaseðillinn í bæjarstjórakosningunum. Lincoln hlaut flest atkvæði.
Atkvæðaseðillinn í bæjarstjórakosningunum. Lincoln hlaut flest atkvæði.

Á kjörtímabili sínu mun Lincoln sinna ýmsum skyldum, s.s. koma fram opinberlega á viðburðum í Fair Haven, þá með sérhannaðan borða um hálsinn.

Íbúar Fair Haven eru um 2.500. Sú manneskja sem fer þar með mest völd ber ekki bæjarstjóratitil. Framkvæmdastjóri bæjarins, Joseph Gunter, átti hugmyndina að því að kjósa bæjarstjóra með þessum hætti á bæjarhátíðinni. Tilgangur er m.a. að safna fé til gerðar leiksvæðis í bænum, segir í frétt Burlington Free Press.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert