Manafort í 47 mánaða fangelsi

Paul Manafort.
Paul Manafort. AFP

Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump, Paul Manafort, hefur verið dæmdur í 47 mánaða fangelsi fyrir skatta- og efnahagsbrot. Síðasta sumar var hann sakfelldur fyrir að hafa leynt milljóna Bandaríkjadala tekjum sem hann fékk fyrir pólitísk ráðgjafarstörf í Úkraínu. 

Í næstu viku bíður hans dómur í öðru máli tengdu ólöglegum áróðri. Ákærurnar eru afleiðing af rannsókn á því hvort kosningaskrifstofa Trumps hafi unnið með Rússum til þess að tryggja Trump sigur í forsetakosningunum árið 2016.

Talið er að rannsókn sérstaks saksóknara, Roberts Muellers, á kjöri Trumps í embætti forseta, sem hefur staðið yfir í 22 mánuði, ljúki fljótlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert