Segir sambandið við Kim enn gott

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fulla trú á að samband sitt …
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fulla trú á að samband sitt við Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, verði áfram gott, þrátt fyrir árangurslausan fund í Hanoi í febrúar. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að samband sitt við Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, sé enn þá gott, þrátt fyrir að fundi leiðtoganna í Hanoi í lok síðasta mánaðar hafi verið slitið án niðurstöðu um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. 

„Samband okkar [...] Ég held að það sé enn þá gott,“ sagði Trump við blaðamenn í Hvíta húsinu.

Fjölmiðlar í Norður-Kóreu höfðu þar til nýlega ekkert sagt frá leiðtogafundi Trumps og Kim. „Almenningur heima og að heiman er leiður og kennir Bandaríkjunum um hvernig leiðtogafundurinn fór,“ segir fréttaritari ríkisfréttastofunni KCNA. 

Tveimur dögum eftir að leiðtogafundinum lauk gáfu gervi­tungla­mynd­ir frá Norður-Kór­eu til kynna að byrjað sé að end­ur­gera eld­flaugapall sem stjórn­völd höfðu heitið að rífa.

Trump seg­ist myndu verða virki­lega von­svik­inn með Kim ef fregn­ir af end­urupp­bygg­ingu Norður-Kór­eu á eld­flaugapalli reyn­ast rétt­ar, en yfirvöld í Norður-Kóreu höfðu heitið því pallurinn yrði rifinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert