Vorleyfi nemenda flýtt Í Alsír

Þessi kona var ein af tugum þúsunda sem mótmæltu á …
Þessi kona var ein af tugum þúsunda sem mótmæltu á götum borga Alsír í gær. AFP

Menntamálaráðuneyti Alsír hefur flýtt vorfríi háskólanema sem átti að hefjast 21. mars en mun nú hefjast á mánudag, 10.mars. Menntamálaráðuneytið gaf engar skýringar fyrir breytingunum á skipulagi vorfrísins.

Athygli vekur að breytingin eigi sér stað nú þegar mótmæli gegn forseta landsins Abdelaziz Bouteflika og því að hann bjóði sig fram til forseta í fimmta sinn standa sem hæst, en stærstu mótmælin gegn honum áttu sér stað í gær. Háskólanemar landsins hafa verið meðal öflugustu andstæðinga Bouteflika og hefur hlutur þeirra í mótmælunum í landinu verið stór. 

Hefja verkföll á morgun

Í nokkrum háskólum landsins hafa kennarar og nemendur þeirra farið í verkfall, og þá hafa fleiri sagt að þeir muni hefja verkfall á morgun.

Frá þessu greinir BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert