Forsetanum neitað í tveimur heimsálfum

Mótmæli á Republique-torginu í París í dag.
Mótmæli á Republique-torginu í París í dag. AFP

Þúsundir alsírskra starfsmanna í almenningssamgöngum og háskólanema fóru í verkfall í dag vegna tilkynningar sitjandi forseta landsins, Abdelaziz Bouteflika, um að hann sækist eftir endurkjöri eftir fjögur kjörtímabil í embætti. Samtímis lenti forsetinn í heimalandi sínu eftir tvær vikur í Sviss, hvar hann hefur verið á spítala vegna veikinda sinna. 

Alsírskir stúdentar söfnuðust saman fyrir utan aðalpósthús höfuðborgarinnar til að …
Alsírskir stúdentar söfnuðust saman fyrir utan aðalpósthús höfuðborgarinnar til að mótmæla forsetanum Bouteflika. AFP

Mótmæltu aftur í Frakklandi

Víðar en í heimalandinu hefur framboði Bouteflika verið mótmælt en aðra helgina í röð söfnuðust um 10.000 mótmælendur af alsírskum uppruna á Republique-torginu í miðborg Parísar. Þá voru smærri mótmæli í fleiri borgum Frakklands, svo sem í Marseille og Bordeaux.

„Við þurfum að losa okkur við kerfið,“ sagði hinn 24 ára mótmælandi Ahmed Eddaidj með alsírska fánann vafinn um sig. Eddaidj er einn af um 1,7 milljónum manns af alsírskum uppruna sem býr í Frakklandi en þar hefur hann stundað nám síðastliðin fjögur ár. „Ég myndi vilja fara aftur til Alsír, en það er enga vinnu að fá. Við erum í leit að betra lífi,“ bætti hann við.

Þá hafa sumir alsírskra í Frakklandi gagnrýnt franska forsetann Emmanuel Macron fyrir að taka ekki sterkari afstöðu með hinum friðsælu mótmælum gegn Bouteflika. Ríkisstjórnin í París hefur stigið varlega til jarðar og ekki viljað skipta sér um of af málum í sinni gömlu nýlendu.

Einn mótmælenda í París sagðist vilja snúa aftur til Alsír, …
Einn mótmælenda í París sagðist vilja snúa aftur til Alsír, en þar þyrfti að breyta kerfinu. AFP
mbl.is