Líkum skolar á land

Þúsundir björgunarvesta eru minnisvarði um það sem gerðist hér á …
Þúsundir björgunarvesta eru minnisvarði um það sem gerðist hér á Lesbos. Ekki má gleyma því að hvert vesti segir flóttasögu einhverrar manneskju. mbl.is/Gúna

Barnslíki skolaði á land á grísku eyjunni Lesbos í dag og er talið að það sé af níu ára gamalli stúlku sem hefur verið saknað síðan bátur, sem hún var um borð í, sökk fyrir austan Lesbos í síðasta mánuði. Fréttir grískra fjölmiðla herma að líkið hafi verið höfuðlaust en allt bendi til þess að það sé af litlu stúlkunni.

Fólkið sem fann barnslíkið á Vatera-ströndinni í morgun lét strandgæsluna strax vita sem sótti líkið. Nokkrum klukkutímum síðar fannst lík af karlmanni á svipuðum slóðum. Á fimmtudag fundust þrjú lík, þar af tvö börn, skammt frá eyjunni Samos en þau voru um borð í flóttabát á leið til Evrópu. Yfir 200 flóttamenn hafa drukknað í Miðjarðarhafi það sem af er ári.

Á leið til lífs

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert