Samtöl milli stjórnarandstöðu og hersins

Juan Guaido hefur lýst sig forseta Venesúela.
Juan Guaido hefur lýst sig forseta Venesúela. AFP

John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, segir stöðugt samtal í gangi milli einstaklinga innan venesúelska hersins og stjórnarandstöðuhreyfingar Juan Guiado. 

„Það eru samtöl í gangi milli stjórnarandstöðunnar og einstaklinga innan hersins. Um það hvað sé fram undan og hvernig herinn geti stutt við stjórnarandstöðuhreyfinguna,“ sagði Bolton í viðtali í þættinum This Week á ABC.

Í gær gengu þúsundir um stræti Caracas og mótmæltu stjórn Nicolas Maduro en rafmagnslaust hefur verið í höfuðborginni og í stórum hluta Venesúela síðustu fjóra daga.

Maduro og aðrir vinstrisinnaðir fylgjendur hans í landinu segja heimsvaldastefnunni um að kenna og að rafmagnsleysið sé orsök tölvuárásar sem gerð hafi verið á landið. 

Í þættinum var Bolton spurður hvort hann teldi víst að Maduro væri á útleið. Hann kvaðst ekki vera viss um neitt, en að meðbyrinn væri með Guaido. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert