Bandaríkin kyrrsetja Boeing-vélarnar

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að bandarísk stjórnvöld myndu banna allt flug Boeing 737 MAX-flugvéla í bandarískri lofthelgi. Þetta sagði hann við blaðamenn í Hvíta húsinu fyrir skemmstu en mörg ríki höfðu áður tekið sömu ákvörðun fyrr í vikunni.

Tilefnið er flugslys í Eþíópíu um síðustu helgi þar sem farþegaþota af gerðinni Boeing 737 MAX-8 fórst skömmu eftir flugtak með þeim afleiðingum að 157 manns létu lífið. 

Hlutabréf í Boeing féllu um 2% í kjölfar tilkynningar forsetans, samkvæmt frétt AFP. Flugvélaframleiðandinn hefur lýst yfir stuðningi við þá ákvörðun að kyrrsetja flugvélar af umræddri gerð en að sama skapi sagt að fyrirtækið hefði fulla trú á vélunum.

Yf­ir­völd í Kan­ada gripu til sömu aðgerða og Bandaríkin fyrr í dag. Marc Garneu, sam­göngu­málaráðherra Kan­ada, sagði við blaðamenn síðdeg­is að ákvörðun hans hefði verið tek­in eft­ir að farið var yfir gögn frá gervi­hnött­um, sem gefa í skyn, að flug­fer­ill vél­ar Et­hi­opi­an Air­lines, sem fórst á sunnu­dag, hefði verið svipaður og flug­fer­ill vél­ar Lion Air í Indó­nes­íu, sem fórst í Indó­nes­íu í októ­ber.

Boeing 737 MAX 9-vél við verksmiðjur fyrirtækisins í Renton í …
Boeing 737 MAX 9-vél við verksmiðjur fyrirtækisins í Renton í Bandaríkjunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert