„Drottning fílanna“ öll

Hún var sannarlega tignarleg, drottning fílanna.
Hún var sannarlega tignarleg, drottning fílanna. Ljósmynd/Will Burrard-Lucas

„Ef ég hefði ekki séð hana með eigin augum hefði ég átt bágt með að trúa því að slíkur fíll væri til í heiminum,“ segir ljósmyndarinn Will Burrard-Lucas sem tók síðustu myndirnar af „drottningu fílanna“ í Kenía skömmu áður en hún var öll, yfir sextíu ára gömul.

Fílskýrin hefur ætíð verið þekkt undir heitinu F_MU1. Hún bjó á sléttum Tsavo í Kenía. Gríðarlangar skögultennur voru hennar einkennismerki. „Ef það er til drottning fílanna þá var það alveg örugglega hún,“ segir Burrard-Lucas. Tsavo-sjóðurinn og dýraverndunaryfirvöld í Kenía fólu honum það hlutverk að mynda kúna og dvaldi hann við það verkefni í átján mánuði. Og myndirnar af F_MU1 eru ekkert annað en stórkostlegar.

View this post on Instagram

Such an incredible animal... Check out my Instagram Story for more #landofgiantsbook @tsavotrust

A post shared by Will Burrard-Lucas (@willbl) on Mar 13, 2019 at 2:24am PDT

 

„Skögultennur hennar voru svo langar að hún dró þær eftir jörðinni,“ segir ljósmyndarinn. „Hún var eins og minning um horfna tíma.“

Veiðiþjófnaður er enn mikið vandamál víðs vegar um Afríku og hafa fílar ekki farið varhluta af því. Fílabein er enn eftirsótt og oft er gripið til þess ráðs að saga skögultennur fíla af svo þeir freisti ekki veiðiþjófanna. „Hún hafði lifað af hræðilegt tímabil veiðiþjófnaðar og það er mikill sigur að hún var ekki drepin með snöru, byssukúlu eða eitruðum örvaroddi,“ segir Burrard-Lucas við BBC.

Örlög annarra fíla með gríðarstórar skögultennur hafa oft verið hræðileg. Fyrir tveimur árum var hinn fimmtugi Satao drepinn í nágrenni landamæranna að þjóðgarðinum í Tsavo.

Satao og F_MU1 voru engir venjulegir fílar heldur báru þau einstök gen sem ollu því að skögultennur þeirra urðu miklar og glæsilegar. Slíkir fílar ná oft ekki háum aldri einmitt vegna þessa eiginleika, þeir eru drepnir áður en þeir ná að fjölga sér að einhverju ráði. Því erfa sífellt færri fílar þessi sérstæðu gen og er mögulegt að þeim hafi verið eða verði útrýmt.

Ljósmyndarinn Burrard-Lucas er að gefa út nýja bók með myndum sínum: Í landi risanna. Síðustu myndina af F_MU1 tók hann við vatnsból. „Ég naut forréttinda og upplifði sælutilfinningu sem ég mun aldrei gleyma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert