Óska eftir frestun Brexit

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Breska þingið samþykkti nú undir kvöld, með 412 atkvæðum gegn 202, að óska eftir því við Evrópusambandið að fresta útgöngu Bretlands, Brexit, úr ESB. Breska þingið hafði áður tvívegis fellt samning um hvernig útgöngunni skuli háttað.

Eftir atkvæðagreiðsluna er alls óvíst hvort Bretland yfirgefi Evrópusambandið 29. mars eins og gert hafði verið ráð fyrir.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands sagði að hægt yrði að fresta Brexit um þrjá mánuði ef útgöngusamningur, sem kosið verður um í næstu viku, verður samþykktur.

Fram kemur í frétt BBC að ef útgöngusamningnum verði hafnað í þriðja sinn muni May óska eftir lengri frest frá Evrópusambandinu. Öll 27 aðildarríki sambandsins þurfa að samþykkja tafir á útgöngu Breta.

Áður hafði meirihluti þingmanna greitt atkvæði gegn því að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. 334 þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni en 85 með henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert