Íhuga að slíta viðræðum

Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Yfirvöld í Norður-Kóreu íhuga að slíta viðræðum við bandarísk yfirvöld um kjarnorkuafvopnun landsins. Rússneska fréttastofan TASS greinir frá þessu. Ástæðan er árangurslausar viðræður leiðtoga landsins, Kim Jong-un og forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í Hanoi í Víetnam nýverið. Von er á opinberri yfirlýsingu frá Kim um málið. 

Gervi­hnatt­ar­mynd­ir frá svæði í ná­grenni Pyongyang, höfuðborg­ar Norður-Kór­eu, gefa til kynna að yf­ir­völd þar í landi séu að búa sig und­ir eld­flauga­skot eða setja gervi­hnött á loft.

Fjölmiðlar seg­ja aukna virkni nú vera grein­an­lega á svæðinu, sem nefn­ist Sa­numdong og er sá staður sem flest­um flug­skeyt­um og eld­flaug­um Norður-Kór­eu­manna hef­ur verið skotið frá. Greint var frá því fyrr í vik­unni að búið væri að end­ur­byggja eitt helsta eld­flauga­svæði Norður-Kór­eu í Sohae.

Haf­ist var handa við að taka niður eld­flaugaaðstöðuna í Sohae í fyrra, en vinnu við það var hætt eft­ir að lít­ill fram­gang­ur varð í samn­ingaviðræðum Norður-Kór­eu og Banda­ríkj­anna.

Aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu, Choe Son Hui, segir við Bandaríkjamenn að sakast og að utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Michael Pompeo, og þjóðaröryggisráðgjafi forsetans,  John Bolton, hafi alið á tortryggni og andúð í viðræðunum. Þeir hafi spillt fyrir viðræðum Kim og Trump og þeir beri ábyrgð á að viðræðum þeirra lauk án árangurs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert