Íslendingar ekki á meðal látinna eða slasaðra

Lögreglumaður fyrir framan moskuna þar sem ódæðið var framið.
Lögreglumaður fyrir framan moskuna þar sem ódæðið var framið. AFP

Samkvæmt upplýsingum frá ræðismanni Íslands á Nýja-Sjálandi, sem hóf eftirgrennslan strax og tilkynnt var um hryðjuverkin í Christchurch í morgun, eru ekki vísbendingar um að Íslendingar séu í hópi látinna eða slasaðra.

Engu að síður eru þeir sem kunna að vera í vanda staddir vegna árásanna í Christchurch hvattir til að láta frá sér heyra. Símanúmer borgaraþjónustunnar eru +354 545 0112 og +354 545 9900.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 

Nánar hér.

mbl.is