Íslendingar í Christchurch láti vita af sér

Þjóðfáni Nýja-Sjálands sést hér dreginn í hálfa stöng til að …
Þjóðfáni Nýja-Sjálands sést hér dreginn í hálfa stöng til að minnast þeirra sem létu lífið í hryðjuverkaárásinni. AFP

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í Christchurch á Nýja-Sjálandi til að hafa samband ef þeir þurfa á aðstoð að halda, ella láta aðstandendur vita eða gera vart við sig á samfélagsmiðlum.

Tilkynningar þess efnis hafa verið birtar á Facebook-síðu utanríkisráðuneytisins og Twitter-síðunni MFA Iceland.

Þá hafa bæði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra birt samúðarkveðjur á Twitter vegna árásarinnar í Christchurch, að því er utanríkisráðuneytið greinir frá.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert