Trump beitir neitunarvaldinu

Trump undirritaði tilskipun um beitingu neitunarvalds síns í dag.
Trump undirritaði tilskipun um beitingu neitunarvalds síns í dag. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur beitt neitunarvaldi sínu gegn ákvörðun beggja deilda Bandaríkjaþings þess efnis að afnema neyðarástandið við landamæri landsins að Mexíkó. Er þetta í fyrsta sinn sem Trump beitir neitunarvaldi á forsetatíð sinni.

Tólf öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins kusu með fulltrúum demókrata í atkvæðagreiðslu vegna málsins í dag og snerust þannig gegn forsetanum.

Hins vegar þarf atkvæði tveggja þriðju hluta þingsins til þess að koma í veg fyrir að forseti geti beitt neitunarvaldi sínu gegn ákvörðunum þingsins.

mbl.is